Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. maí 2022 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Roma nær samkomulagi við Solbakken
Ola Solbakken í leik gegn Roma
Ola Solbakken í leik gegn Roma
Mynd: EPA
Ítalska félagið Roma hefur náð samkomulagi við norska vængmanninn Ola Solbakken en hann er á mála hjá meistaraliði Bodö/Glimt. Þetta kemur fram í La Repubblica.

Solbakken, sem er 23 ára gamall, skoraði sex mörk og lagði upp tvö í Sambandsdeild Evrópu á þessu tímabili og var þriðji markahæsti leikmaður keppninnar.

Bodö/Glimt komst í 8-liða úrslitin en datt út fyrir Roma. Liðin voru einnig saman í C-riðli keppninnar þar sem Solbakken skoraði þrjú mörk gegn liðinu í tveimur leikjum.

La Repubblica greinir frá því að Roma hafi verið í viðræðum við Solbakken síðustu vikur og nú hafi náðst samkomulag við leikmanninn sem verður samningslaus um áramótin.

Roma vill hins vegar fá hann fyrir næsta tímabil og standa nú yfir viðræður við Bodö/Glimt um kaupverð.

Roma mun spila í Evrópudeildinni á næsta tímabili en liðið vann Sambandsdeildina á dögunum eftir að hafa lagt Feyenoord að velli, 1-0.
Athugasemdir
banner
banner