Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. maí 2022 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Salah bestur í kjöri áhorfenda
Mynd: EPA

Egypski kóngurinn Mohamed Salah hefur verið valinn sem besti leikmaður enska úrvalsdeildartímabilsins af áhorfendum.


Salah endaði markahæstur ásamt Son Heung-min og leiddi Liverpool áfram í æsispennandi titilbaráttu sem réðist ekki fyrr en á lokamínútunum í lokaumferðinni.

Salah deildi því Gullskónum með Son en þetta var hans þriðji Gullskór í úrvalsdeildinni og er hann aðeins einum Gullskó frá því að jafna met Thierry Henry sem var markahæstur fjórum sinnum.

Auk þess að vera markahæstur endaði Salah uppi sem stoðsendingakóngur deildarinnar með 13 stoðsendingar. 

Hann hafði betur eftir atkvæðagreiðslu þar sem Kevin De Bruyne, Phil Foden, Conor Gallagher og Declan Rice fengu einnig atkvæði.

Salah var þó ekki valinn sem besti leikmaður úrvalsdeildartímabilsins í opinberri verðlaunaafhendingu EA Sports. Það var Kevin De Bruyne sem hlaut þann heiður í annað sinn á ferlinum.


Athugasemdir
banner
banner