Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. maí 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Hlín skoraði gegn Rosengard - Sigur hjá Kristianstad
Hlín er meðal markahæstu leikmanna sænsku deildarinnar með 5 mörk og 1 stoðsendingu. Mikil framför frá því í fyrra þegar hún átti eina stoðsendingu í þrettán leikjum.
Hlín er meðal markahæstu leikmanna sænsku deildarinnar með 5 mörk og 1 stoðsendingu. Mikil framför frá því í fyrra þegar hún átti eina stoðsendingu í þrettán leikjum.
Mynd: Piteå
Elísabet hefur verið þjálfari Kristianstad síðan 2009. Þrettán ár!
Elísabet hefur verið þjálfari Kristianstad síðan 2009. Þrettán ár!
Mynd: Guðmundur Svansson

Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tók á móti Piteå í Íslendingaslag í sænska boltanum í dag.


Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Piteå og gerði hún jöfnunarmark liðsins eftir að hafa lent undir gegn sterkari andstæðingum. Hlín skoraði úr vítaspyrnu á 80. mínútu en það dugði ekki til að bjarga stigi.

Stefanie Sanders, fyrrum lykilmaður í unglingalandsliðum Þýskalands með leiki að baki fyrir Freiburg og Werder Bremen, gerði sigurmark Rosengård í uppbótartíma og niðurstaðan verðskuldaður sigur.

Rosengård er með 27 stig eftir 11 umferðir, með tveggja stiga forystu á Linköping. Piteå er aftur á móti búið að tapa fjórum af síðustu fimm og er með 14 stig.

Rosengård 2 - 1 Piteå
1-0 L. Kullashi ('62)
1-1 Hlín Eiríksdóttir ('80, víti)
2-1 S. Sanders ('92)

Kristianstad er sex stigum eftir toppliði Rosengård eftir sigur í Umeå í dag. 

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad sem er yfirleitt í baráttu ofarlega í deildinni og hefur í gegnum tíðina verið með mikið af Íslendingum í hóp.

Í dag var aðeins ein íslensk stelpa í hóp, hin bráðefnilega Emelía Óskarsdóttir. Delaney Baie Pridham, fyrrum leikmaður ÍBV, var einnig á bekknum og fékk að spreyta sig á 77. mínútu.

Kristianstad lenti ekki í miklum erfiðleikum í Umeå. Fyrri hálfleikurinn var jafn en lærlingar Elísabetar áttu seinni hálfleikinn og verðskulduðu sigurinn.

Umeå 0 - 2 Kristianstad
0-1 M. Carlsson ('38)
0-2 G. Carle ('77)


Athugasemdir
banner
banner