Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 30. maí 2022 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona eru 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins: Meistararnir á Selfoss
Ríkjandi bikarmeistarar Víkings fara á Selfoss.
Ríkjandi bikarmeistarar Víkings fara á Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rétt í þessu var verið að draga í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Þar verða sjö lið úr Bestu deild, fimm úr Lengjudeildinni, þrjú úr 2. deild og eitt úr 3. deild.

Landsliðskonurnar Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Guðný Árnadóttir sáu um að draga.

Það verða tveir leikir þar sem tvö lið úr Bestu deildinni mætast innbyrðis; ÍA tekur á móti Breiðabliki og KA fær Fram í heimsókn fyrir norðan.

Njarðvík vann mjög óvæntan sigur á Keflavík í 32-liða úrslitunum og núna fá þeir KR í heimsókn. Það verður áhugaverður leikur.

Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings fara á Selfoss.

Alla leikina má sjá hér fyrir neðan. Leikdagar eru 26. - 28. júní. Víkingar eru í Evrópukeppni þar á undan svo þegar er ljóst að þeirra leikur fer fram 28. júní.

16-liða úrslit Mjólkurbikars karla:
ÍA - Breiðablik
FH - ÍR
KA - Fram
Selfoss - Víkingur R.
Ægir - Fylkir
HK - Dalvík/Reynir
Njarðvík - KR
Kórdrengir - Afturelding
Athugasemdir
banner
banner