Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. maí 2022 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungur markvörður Vals í treyju merktri aðalmarkverðinum
Smit er meiddur.
Smit er meiddur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Hjörvar Sigurkarlsson, strákur fæddur árið 2005, lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Vals er hann kom inn á sem varamaður gegn Fram í gær.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  2 Valur

„Strákur fæddur 2005 að spila sinn fyrsta leik í Bestu deildinni, óskum honum til hamingju með það og gangi honum vel!" skrifaði Baldvin Már Borgarsson í beinni textalýsingu í gær þegar Valur gerði skiptingu á liði sínu í fyrri hálfleik.

Kristján Hjörvar er markvörður sem þurfti að koma inn á fyrir Svein Sigurð Jóhannesson.

Sveinn Sigurður meiddist í leiknum og var Guy Smit nú þegar meiddur. Því þurfti Kristján Hjörvar að hlaupa í skarðið.

Það vakti athygli að þegar strákurinn ungi kom inn á, þá var hann í treyju merktri aðalmarkverðinum 'Smit' sem er núna meiddur líkt og fyrr segir. Það var rætt í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær að þetta væri ekki í fyrsta sinn þar sem ungur leikmaður Vals væri að spila í treyju af öðrum leikmanni.

Þetta gerðist líka þegar tveir ungir leikmenn komu inn á undir lok leiks hjá Val gegn Stjörnunni sumarið 2020.

Framundan er landsleikjahlé og verður fróðlegt að sjá hver verður í markinu hjá Val eftir það.


Athugasemdir
banner
banner
banner