Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. maí 2022 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
„Verðum að virða ákvörðun Mbappe"
Mynd: EPA

Kylian Mbappe tilkynnti á dögunum að hann hafi samþykkt samning frá PSG frekar heldur en Real Madrid. Mbappe, sem er einn af bestu leikmönnum heims í dag, var í löngum viðræðum við bæði félög og tók sér góðan tíma í að taka ákvörðun.


Stjórnendur Real Madrid virtust sannfærðir um að franski framherjinn myndi færa sig yfir til Spánar og eru að vonum svekktir með að félagaskiptin hafi ekki gengið í gegn.

Þeir fara þó ekki leiðir að sofa því Real gerði sér lítið fyrir og vann Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar nokkrum dögum eftir tilkynninguna frá Mbappe..

„Við munum sjá til hvað gerist í framtíðinni en eins og staðan er í dag þá er þessi Mbappe-saga búin, allavega í bili," sagði Florentino Perez, forseti Real Madrid.

„Mbappe verður áfram hjá PSG og við ætlum ekki að leyfa því að hafa áhrif á okkar áform. Við verðum að virða hans ákvörðun.

„Það var möguleiki að fá hann til að skrifa undir en að lokum tók hann sjálfur ákvörðun um að vera eftir í París.

„Real Madrid er áfram Real Madrid. Mbappe er áfram Mbappe og PSG er PSG. Það hefur ekkert breyst þó hann hafi skrifað undir samning."


Athugasemdir
banner
banner