banner
   lau 30. júní 2018 11:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Deschamps: Argentína meira en bara Messi
Deschamps veit að Messi er til alls líklegur.
Deschamps veit að Messi er til alls líklegur.
Mynd: FIFA
Didier Deschamps, þjálfari Frakklands segir að Argentína séu meira en bara Lionel Messi.

Frakkland mætir Argentínu klukkan 14:00 í dag í fyrsta leik 16-liða úrslitanna. Messi hefur aðeins skorað eitt mark á mótinu hingað til, það kom í sigurleiknum gegn Nígeríu.

'Les Bleus'' endaði í efsta sæti C-riðils þrátt fyrir jafntefli gegn Danmörku í síðasta leik riðilsins og þurfa að spila betur ætli þeir sér áfram í dag.

Á blaðamannafundi fyrir leik neitaði Deschamps því að það væri nóg að stoppa Messi til að sigra Argentínu.

Lionel Messi er Lionel Messi. Þú þarft bara að skoða tölfræði hans, 65 mörk í 127 leikjum til þess að vita allt,” sagði Deschamps.

Deschamps segist ekki hafa sett upp neitt sérstakt plan til þess að stöðva Messi en vonast til þess að reynsla Raphael Varae, Samuel Umtiti og Lucas Hernandez sem spila í spænsku deildinni muni nýtast í leiknum í dag.

Það mun ekki saka að hafa mætt Messi áður, en það er ekki það sem mun skipta sköpum. Atvik geta komið up varðandi stöðu hans á vellinum, hæfileikar hans geta augljóslega komið einhverju af stað, Messi er óútreiknanlegur,” sagði Deschamps.
Athugasemdir
banner
banner
banner