Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 30. júní 2018 13:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Fyrirliði Mexíkó varar dómarann við Neymar
Guardado vill að dómarinn fylgist með Neymar.
Guardado vill að dómarinn fylgist með Neymar.
Mynd: Getty Images
Andres Guardado, fyrirliði Mexíkó hefur varað dómarann við því að falla í gildru Neymar og gagnrýnir leikræna tilburði hans.

Brasilía og Mexíkó mætast í 16-liða úrslitum á mánudaginn. Guardado segir að stjarna PSG eigi það til að gera mikið úr brotum á sér.

Neymar hefur verið gagnrýndur í Rússlandi fyrir tilburði sína inn í vítateig, sérstaklega gegn Kosta Ríka þar sem upphaflegum vítaspyrnudómi var breytt vegna þess að hann fór of auðveldlega niður.

Við vitum allir hver Neymar er, en það er ekki undir mér eða mínu liði komið að dæma hann heldur dómaranna og FIFA,” sagði Guardado.

Nú þegar VAR er hér þarf að passa upp á hans stíl og vita hvernig á að stjórna því. Við vitum að hann vill gera mikið úr brotum, hendir sér mikið í jörðina en það er hans stíll og sá sem þarf að stoppa það er dómarinn.”

Guardado segir að lið hans eigi góða möguleika á að komast áfram og segir leikinn vera þann stærsta á ferlinum. Mexíkó voru heppnir að komast í 16-liða úrslitin eftir að hafa tapað illa fyrir Svíþjóð í lokaleik riðilsins. Nú er spurning hvort að liðið geti snúið við slæmu gengi og tryggt sér sæti í 8-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner