Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 30. júní 2018 05:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
HM í dag - 16-liða úrslitin byrja með látum
Hvað gerir Messi gegn Frökkum?
Hvað gerir Messi gegn Frökkum?
Mynd: Getty Images
Ronaldo og félagar hans í Portúgal mæta Úrúgvæ
Ronaldo og félagar hans í Portúgal mæta Úrúgvæ
Mynd: Getty Images
Eftir létta pásu frá HM í gær heldur mótið áfram en í dag hefjast 16-lið úrslitin með tveimur risa leikjum.

Fyrsti leikur 16-liða úrslitanna er leikur Frakklands og Argentínu.

Fyrir mót var liðunum spáð góðu gengi og voru þau bæði eitt af þeim liðum sem voru talin sigurstrangleg.

Þau hafa hins vegar ollið nokkrum vonbrigðum í riðlakeppninni.

Argentína rétt komst áfram upp úr D-riðli okkar Íslendinga líkt og allir vita og Frakkland voru ósannfærandi í C-riðli.

Nú er hins vegar allt annað mót að hefjast. Tapliðið fer heim, en sigurliðið mun elta drauminn áfram.

Í seinni leik dagsins er annars stórleikur, en þá mætast Úrúgvæ og Portúgal. Suarez og Ronaldo.

Portúgal lenti í 2. sæti B-riðils en Úrúgvæ vann A-riðil mótsins en voru hins vegar ósannfærandi í annars slökum A-riðli.

Portúgalar lentu í hörkuriðli með Spáni, Íran og Marokkó og voru Íran nálægt því að slá Evrópumeistarana úr leik.

Sigurvegararnir í þessum leikjum mætast í 8-liða úrslitum HM og gætu því Ronaldo og Messi mæst í fyrsta sinn á stórmóti með landsliðunum sínum.

HM í dag:
16-liða úrslit
14:00 Frakkland - Argentína
18:00 Úrúgvæ - Portúgal
Athugasemdir
banner
banner