lau 30. júní 2018 22:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ítalía hefði verið á HM ef Conte hefði fengið meira borgað
Conte vildi meiri pening.
Conte vildi meiri pening.
Mynd: Getty Images
Carlo Tavecchio, fyrrverandi Forseti Ítalska knattspyrnusambandsins segir að Ítalía hefði verið á HM ef Antonio Conte væri stjórinn en hann hafi viljað fá of mikið borgað.

Antonio Conte á að hafa beðið um 2.5 milljónum evra meira en knattspyrnusambandið var tilbúið að borga honum samkvæmt Tavecchio sem segist sjá eftir því að hafa ekki samþykkt það.

Conte stýrði Ítalíu í undanúrslit Evrópumótsins árið 2016 og slógu meðal annars út Spánverja í 16-liða úrslitunum. Hann hafði fyrir mót lýst því yfir að hann myndi stíga til hliðar og ganga til liðs við Chelsea eftir mótið.

Í nýlegu viðtali viðurkenndi Tavecchio að hann sjái ennþá eftir því að hafa ekki greitt Conte upphæðina sem hann vildi.

Ég gaf Conte ekki þær auka 2.5 milljónir evra sem hann vildi. Ég hefði fengið það til baka í þremur vinnáttulandsleikjum. Antonio var að fá 4 milljónir evra en bað um 6.5 milljón evra. Hann hefði verið áfram og við hefðum verið í Rússlandi,” sagði Tavecchio.

Þá sagðist hann ennfremur verið ánægður með árangur Svíþjóðar og að margir hafi augljóslega vanmetið liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner