Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. júní 2018 11:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Leikmenn Suður-Kóreu eggjaðir við heimkomu
Son Heung-min og félagar fengu ágætis móttökur við heimkomuna.
Son Heung-min og félagar fengu ágætis móttökur við heimkomuna.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Suður-Kóreu sneru heim á föstudaginn og fengu að mestu leyti hlýjar móttökur en tveimur til þremur eggjum var þó kastað í átt að hópinum.

Aðeins tveimur dögum eftir að Suður-Kórea sigraði Þýskaland með tveimur mörkum gegn engu í Kazan var liðið mætt aftur heim. Um 500 aðdáendur biðu eftir liðinu.

Andrúmsloftið var mun betra en fyrir fjórum árum er liðið sneri aftur eftir HM í Brasilíu. Í það skiptið voru aðdáendur alls ekki sáttir við liðið og hentu sætindum í leikmenn sem þykir mikil móðgun í Suður-Kóreu.

Þrátt fyrir að nokkur egg hafi fengið að fljúga ásamt púðum frá nokkrum eldheitum aðdáendum voru móttökurnar almennt góðar. Eftir svekkjandi tap í fyrstu tveimur leikjunum gegn Svíþjóð og Mexíkó kom liðið öllum að óvörum með sigri gegn Þýskalandi. Sigurinn breytti viðmóti almennings í heimalandinu sem hafði fyrir leikinn verið mjög ósátt með úrslit liðsins á mótinu.
Athugasemdir
banner
banner