Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 30. júní 2018 16:47
Ívan Guðjón Baldursson
Mascherano hættur með landsliðinu - Leikjahæstur frá upphafi
Biglia hættir líka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Javier Mascherano hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir fimmtán ár með landsliðinu.

Varnarmaðurinn tók ákvörðunina fyrir upphaf HM í Rússlandi og lét fjölmiðla vita eftir 4-3 tap Argentínu gegn Frakklandi í 16-liða úrslitum fyrr í dag.

Mascherano er leikjahæstur í sögu argentínska landsliðsins með 147 A-leiki að baki. Þá eru ekki taldir 18 leikir sem hann spilaði með Ólympíuliði Argentínu frá 2004 til 2008, en það eru einu titlarnir sem hann hefur unnið með Argentínu.

Mascherano hefur oft endað í öðru sæti með argentínska liðinu, einu sinni á HM og fjórum sinnum í Suður-Ameríkubikarnum.

Mascherano er nýlega orðinn 34 ára gamall og leikur fyrir Hebei China Fortune í kínverska boltanum eftir átta ár hjá Barcelona.

Miðjumaðurinn Lucas Biglia hefur einnig ákveðið að hætta með landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner