Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. júní 2018 15:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Matthaus: Boateng of upptekinn af útlitinu
Boateng tók sig vel út í stúkunni gegn Suður-Kóreu.
Boateng tók sig vel út í stúkunni gegn Suður-Kóreu.
Mynd: Getty Images
Þýska goðsögnin Lothar Matthaus hefur gagnrýnt Jerome Boateng og segir að hann þurfi að einbeita sér meira að fótboltanum og minna að útlitinu.

Boateng spilaði aðeins tvo af þremur leikjum Þýskalands á HM eftir að hafa verið rekinn af velli gegn Svíþjóð. Matthaus var ekki hrifinn af frammistöðu Boateng og vill sjá hann einbeita sér meira að fótboltanum.

Ég held að hann þurfi að hugsa um hvort að fótboltinn sé það mikilvægasta eða sólgleraugun og eyrnalokkarnir. Í fyrsta lagi þurfa hlutirnir að vera í lagi inni á vellinum,” sagði Matthaus.

Matthaus sneri sér svo að Joachim Löw sem hann vill sjá áfram í starfi þrátt fyrir vonbrigðin í riðlakeppninni.

Ég er aðdáandi Joachim Löw. Hann mun verða yfirheyrður af knattspyrnusambandinu en hann verður ekki rekinn. Hann á það ekki skilið og þeir munu leyfa honum að ráða þessu,” sagði Matthaus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner