lau 30. júní 2018 16:11
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mbappe fyrsti táningurinn síðan Pele til að skora tvö mörk í leik
Mbappe næsti Pele?
Mbappe næsti Pele?
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe er fyrsti táningurinn til þess að skora tvö mörk í leik á heimsmeistaramóti síðan brasilíska goðsögnin Pele gerði það árið 1958.

Mbappe var stórkostlegur hjá Frökkum í dag er hann og liðsfélagar hans unnu Argentínu, 4-3 í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

Mbappe skoraði tvö mörk og fiskaði vítaspyrnu í leiknum.

Frakkinn er ekki nema 19 ára en hann verður tvítugur í desember en flestir eru á því að hann verði næsta súperstjarna knattspyrnunnar.

Með mörkunum tveimur í dag varð Mbappe fyrsti táningurinn til þess að skora tvö mörk í sama leiknum á heimsmeistaramóti síðan goðsögnin Pele gerði það árið 1958.

Pele var þá aðeins 17 ára en hann er af mörgum talinn vera einhver besti knattspyrnumaður sögunnar.

Sá brasilíski fór á kostum á HM 1958 og skoraði þrennu gegn Frakklandi í undanúrslitum og svo tvö mörk gegn Svíþjóð í úrslitaleiknum en Brasilía urðu heimsmeistarar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner