Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. júní 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rut Kristjáns spáir í leik Frakklands og Argentínu
Rut Kristjánsdóttir.
Rut Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag hefjast 16-liða úrslitin á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Þvílíka veislan sem er framundan.

Fyrsti leikur 16-liða úrslitanna er stórleikur Frakklands og Argentínu. Hvaða lið hreppir fyrsta farseðilinn í 8-liða úrslitin.

Rut Kristjánsdóttir, leikmaður ÍBV, spáir því að Argentína muni fara áfram úr þessu einvígi.

Frakkland 1 - 2 Argentína (klukkan 14:00)
Nú virðist allur vafi vera farinn um það hver stýri Argentínska liðinu, Lionel Messi, sem ég spái einmitt að setji eitt í sigri Argentínu.

Bæði lið eiga mikið inni en leikurinn fer 2-1 þar sem Ljónylur Messi og Nikulás Otamendi setja sitthvort markið og fyrir Frakkana hinn stóri og stæðilegi Óliver Giroud.

HMveiran™ hefur leikið Maradona grátt líkt og alla landsmenn. Hann mun mæta í Puma heilgalla, með þrjár klukkur, tvö armbandsúr og skeiðklukku um hálsinn.
Athugasemdir
banner