Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 30. júní 2022 13:26
Elvar Geir Magnússon
Eðlilegt að Sara tæki við bandinu aftur og „áfram gakk"
Icelandair
Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir í leiknum í gær.
Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir er formlega orðin fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins að nýju en hún var með bandið í 3-1 sigrinum gegn Póllandi í gær.

Sara tók sér hlé frá fótboltaiðkun eftir að hún varð barns­haf­andi og hefur Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verið fyrirliði í þjálfaratíð Þorsteins Halldórssonar.

Þær voru báðar í byrjunarliðinu í eina vináttulandsleik Íslands fyrir EM en Sara með fyrirliðabandið. Þorsteinn segir að ákveðið hafi verið á dögunum að Sara tæki við fyrirliðahlutverkinu að nýju.

„Ég ákvað þetta í samráði við þær. Staðreyndin er sú að fyrirliðabandið var ekki tekið af Söru Björk, hún var bara ekki í boði sem leikmaður. Ég þurfti að vera með nýjan fyrirliða. Þetta var ekkert þannig að ég útilokaði hana sem fyrirliða. Það var bara eðlilegt að hún tæki bandið aftur og áfram gakk," sagði Þorsteinn við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.

„Fótboltinn snýst um lið og vera með leiðtoga inni á vellinum. Þetta snýst ekki endilega um hver sé með bandið þó það sé vissulega alltaf heiður. Ég hef flotta leiðtoga og karaktera í liðinu og fyrir mér var þetta aldrei stórmál."

Sara spilaði allan leikinn í gær.

„Heilt yfir var þetta mjög gott, hún var aðeins þreytt í lokin en við sjáum hvernig hún kemur út úr þessu. Það var ákveðin prófraun fyrir hana að sjá hversu langt hún er komin í 'fitnessinu' og mér leist vel á það," sagði Þorsteinn.

Sjá einnig:
Sara Björk: Ákveðinn sigur fyrir mig að spila 90 mínútur

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Steini Halldórs: Ánægður að fara í gegnum leikinn svona
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner