Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. júlí 2022 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd í viðræðum við Fabian Ruiz og Sesko
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Það er aðeins vika í fyrstu umferð enska úrvalsdeildartímabilsins og eru knattspyrnufélög að reyna að ganga frá sínum leikmannamálum sem fyrst. Sumarglugginn verður þó opinn út ágúst mánuð og hafa félög því enn rétt rúmlega 30 daga til að kaupa leikmenn. Hér fyrir neðan smá sjá stútfullan slúðurpakka dagsins sem býður landsmenn velkomna inn í verslunarmannahelgina.



Newcastle er búið að bjóða 40 milljónir punda í James Maddison, 25. (Telegraph)

Maddison getur einnig búist við bættu samningstilboði frá Leicester eftir að hafa verið meðal bestu manna félagsins á síðustu leiktíð. (Daily Mail)

Real Madrid hefur sett sig í samband við Chelsea varðandi framherjann Armando Broja, 20. (Evening Standard)

Benjamin Pavard, 26 ára bakvörður FC Bayern og franska landsliðsins, er reiðubúinn til að ganga í raðir Chelsea ef félögin komast að samkomulagi um kaupverð. (Bild)

Timo Werner hefur samþykkt 50% launalækkun til að snúa aftur til RB Leipzig á lánssamningi með kauprétti eða kaupskyldu. (Bild)

Memphis Depay, 28, er á óskalista Juventus sem er í leit að nýjum sóknarmanni en ítalska stórveldið hefur ekki sett sig í samband við leikmanninn eða Barcelona. (Fabrizio Romano)

Juventus hefur einnig áhuga á að fá Anthony Martial, 26, lánaðan frá Manchester United en Erik ten Hag vill halda honum í hópnum. (Calciomercato)

Man Utd er búið að hitta umboðsmann Benjamin Sesko, 19 ára sóknarmanns Red Bull Salzburg. (Manchester Evening News)

Salzburg vill minnst 65 milljónir evra fyrir Sesko en það er talsvert hærri upphæð heldur en Man Utd er reiðubúið til að borga. (Telegraph)

Man City segir að Bernardo Silva, 27, sé ekki til sölu þrátt fyrir áhuga frá Barcelona. Fjölmiðlar hafa orðað Bernardo við brottför svo Man City geti keypt Lucas Paquetá, 24 ára sóknartengilið Lyon. (Daily Mail)

Man Utd er búið að ræða við umboðsmenn Fabian Ruiz, 26 ára miðjumanns Napoli og spænska landsliðsins. (Calcio Napoli)

Chelsea er búið að bjóða í Cesare Casadei, 19 ára miðjumann Inter. (Gianluca Di Marzio)

Everton er komið langt á veg í viðræðum við Ross Barkley, 28 ára miðjumann Chelsea. Þá hefur félagið einnig áhuga á Michy Batshuayi og Billy Gilmour sem eru einnig samningsbundnir Chelsea. (90min)

Rennes hefur náð samkomulagi við Tottenham um varnarmanninn Joe Rodon, 24, sem kemur á lánssamningi með kaupmöguleika. (90min)

Aaron Ramsey, 31 árs landsliðsmaður Wales, hefur vakið áhuga bandarískra félaga á sér. Hann er samningslaus eftir að hafa samið við Juventus um starfslok og er þegar búinn að hafna samningstilboði frá Fatih Karagumruk í Tyrklandi þar sem Andrea Pirlo er við stjórnvölinn. (Daily Mail)

Laporta segir að það séu miklar líkur að Frenkie de Jong, 25, verði áfram hjá Barcelona þrátt fyrir mikinn áhuga Man Utd. Laporta segist ætla að gera sitt besta til að halda hollenska miðjumanninum. (CBS Sports)

Richard Arnold framkvæmdastjóri Man Utd hefur safnað saman hóp af mönnum sem eiga að hjálpa til við að leysa ýmis vandamál innan félagsins. Sir Alex Ferguson um fyrrum framkvæmdastjórinn David Gill eru meðal annars í þessum hópi ásamt Bryan Robson, fyrrum fyrirliða, og John Murtough, núverandi yfirmanni íþróttamála. (Daily Mail)

Newcastle ætlar að bjóða Burnley 17,5 milljónir punda til að virkja ákvæði í samningi kantmannsins knáa Maxwel Cornet, 25. Everton, Nottingham Forest og Chelsea hafa einnig sýnt Cornet, sem skoraði 9 mörk í 26 úrvalsdeildarleikjum á síðustu leiktíð, áhuga í sumar. (Talksport)

Napoli hefur sett sig í samband við Tottenham til að hefja viðræður um Giovani Lo Celso, 26 ára miðjumann Spurs og argentínska landsliðsins. (Alfredo Pedullá)

Aston Villa vonast til að brasilíski miðjumaðurinn Douglas Luiz, 24, skrifi undir nýjan samning við félagið. (Telegraph)

Salernitana er búið að blanda sér í kapphlaupið um að kaupa Glen Kamara, 26 ára miðjumann Rangers. (90min)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner