Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. ágúst 2021 14:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Almenn miðasala fyrir landsleikina hefst á morgun
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur tilkynnt um það hvernig miðasölu verður háttað fyrir leikina þrjá í september.

Ísland mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM.

Frá KSÍ
Miðasala á landsleiki A karla í september hefst í dag, mánudag, þegar þau sem hafa áður keypt miðapakka geta keypt miða. Sem fyrr er mjög takmarkaður fjöldi miða í boði vegna sóttvarnaráðstafana.

Ísland mætir Rúmeníu 2. september, Norður Makedóníu 5. september og Þýskalandi á 8. september og fara leikirnir þrír fram á Laugardalsvelli.

Eingöngu verður selt á staka leiki, ekki er um að ræða miðapakka. Allir sem eru í forgangshópi hafa nú fengið sendan hlekk inn á viðeigandi síðu á Tix.is frá miðasölukerfinu.

Forsala á leikina fyrir þá sem áður hafa keypt miðapakka opnar sem hér segir:

Mánudagurinn 30. ágúst kl. 12:00 – Forsala hefst á leik Íslands og Rúmeníu.
Mánudagurinn 30. ágúst kl. 13:00 – Forsala hefst á leik Íslands og Norður Makedóníu.
Mánudagurinn 30. ágúst kl. 14:00 – Forsala hefst á leik Íslands og Þýskalands.

Almenn miðasala opnar sem hér segir:

Þriðjudagurinn 31. ágúst kl. 12:00 – Almenn miðasala hefst á leik Íslands og Rúmeníu (ef ekki orðið uppselt).
Þriðjudagurinn 31. ágúst kl. 13:00 – Almenn miðasala hefst á leik Íslands og Norður Makedóníu (ef ekki orðið uppselt).
Þriðjudagurinn 31. ágúst kl. 14:00 – Almenn miðasala hefst á leik Íslands og Þýskalands (ef ekki orðið uppselt).
Athugasemdir
banner