Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. ágúst 2021 21:53
Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir segir af sér úr stjórn KSÍ: Drullan hefur dunið yfir mann
Ásgeir Ásgeirsson er hættur í stjórn KSÍ.
Ásgeir Ásgeirsson er hættur í stjórn KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Ásgeirsson varð í kvöld annar stjórnarmaður KSÍ sem segir af sér sem stjórnarmaður. Hann kemur í kjölfar Guðna Bergssonar formanns sem sagði af sér um helgina.

Ásgeir ritaði í kvöld pistil á samfélagsmiðilinn Facebook þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni og virðist mjög ósáttur við þá gagnrýni sem stjórnarfólk í KSÍ hefur setið undir undanfarna daga.

Stjórn KSÍ hefur fundað síðan 17:00 í dag í kjölfar þess að ÍTF og félög í neðri deildum kröfðust þess fyrr í dag að stjórnin og framkvæmdastjóri sambandsins axli ábyrgð vegna þess hvernig tekið var á kynferðisbrotamálum leikmanna íslenska karlalandsliðsins. Fundinum er ekki enn lokið en Ásgeir hefur þegar sagt af sér.

Tilkynning Ásgeirs:
Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar hjá okkur í KSÍ, og sem stjórnarmaður hefur drullan dunið yfir mann án þess að ég hafi gert nokkuð af mér.

Ég er búinn að vera í sjálfboðavinnu fyrir íþróttahreyfinguna í yfir 30 ár og hef unnið að heilindum og þetta er þakklætið.

Ég á mikið af vinum í gegnum þessi ár og það mun ég taka með mér.

Ég vil þakka starfsfólki og stjórn KSÍ,Guðna og Klöru fyrir frábært samstarf og að ógleymdum leikmönnum og starfsfólki landsliða.

Ég get ekki boðið mér og minni fjölskyldu uppá þann viðbjóð sem hefur verið sagt um okkur í stjórn KSÍ.

Ég hef því tekið þá ákvörðun um að segja af mér sem stjórnarmaður KSÍ.
Með Kveðju
Ásgeir Ásgeirsson.
Athugasemdir
banner
banner