Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. ágúst 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bakayoko í læknisskoðun - Fer á tveggja ára láni
Bakayoko er ekki á leið til AC Milan í fyrsta sinn.
Bakayoko er ekki á leið til AC Milan í fyrsta sinn.
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Tiemoue Bakayoko gekkst undir læknisskoðun fyrir félagaskipti sín til AC Milan í gær.

Hann fer til AC Milan á tveggja ára láni frá Chelsea. Ítalska félagið á svo möguleika á því að kaupa hann eftir að lánssamningurinn tekur enda.

AC Milan er nú þegar búið að fá Olivier Giroud frá Chelsea í sumar og núna er Bakayoko líka á leiðinni.

Bakayoko varði 2018-19 tímabilinu á láni hjá Milan en á síðustu leiktíð var hann hjá Napoli. Hann er því farinn að þekkja ítalska boltann ansi vel.

Bakayoko gekk í raðir Chelsea frá Mónakó sumarið 2017 fyrir 40 milljónir punda. Hann hefur hins vegar aldrei staðist væntingar hjá Lundúnafélaginu og er ekki í plönum Thomas Tuchel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner