Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. ágúst 2021 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elliott: Ég vil bara njóta þess að spila fótbolta
Mynd: EPA
Hinn 18 ára gamli Harvey Elliott leikmaður Liverpool hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á leiktíðinni.

Hann kom til Liverpool frá Fulham árið 2019. Þá hafði hann leikið á hægri kanntinum. Hann hefur byrjað síðustu tvo leiki liðsins á miðjunni.

Hann spjallaði við Dan Thomas þjálfara í akademíu Fulham á youtube rás BT Sport en hann þjálfaði Elliott frá 12 ára aldri. Thomas spurði hann hvernig sé að venjast nýrri stöðu á vellinum.

„Ég hef verið að fylgjast með þér á þessari leiktið og mér finnst það áhugverð staða sem þú spilar núna. Þegar þú varst hjá okkur spilaðir þú mikið á hægri kanntinum, við æfðum þig í því að spila í tíunni, falskri níu og á vinnstri kanntinum líka en aldrei spilað svona djúpt á vellinum held ég. Hvernig finnst þér að aðlagast þessari stöðu?" Sagði Thomas.

Elliott segir að það sé krefjandi að spila nýja stöðu en þetta sé eitthvað sem allir leikmenn þurfa á að halda.

„Ég held að þetta er eitthvað sem leikmenn þurfa á að halda, að aðlagast mismunandi stöðum. Fyrir mig persónulega gefur þetta mér tækifæri til að spila með liðinu. Það er erfitt að aðlagast. Þarft að hugsa hvar þú átt að vera, hvernig þú átt að pressa, hvaða leikmenn þú þarft að passa. Það er gaman að spila í annari stöðu, gaman að vera mikið í boltanum." Sagði Elliott.

Thomas grínaðist með það að hann hefði átt að æfa hann í þessarri stöðu og hann hafi ollið honum vonbrigðum með því að undirbúa hann ekki fyrir þetta.

„Alls ekki, ég hef alltaf sagt að ég sé ánægður með að spila hvar sem ég er látinn spila ég vil bara fara út á völlinn og njóta þess að spila fótbolta, það er það sem skiptir mestu máli."

Allt viðtalið má sjá hér að neðan


Athugasemdir
banner
banner
banner