Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. ágúst 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erfitt að skilja og rökstyðja að Mendy hafi fengið að spila áfram
Benjamin Mendy.
Benjamin Mendy.
Mynd: Getty Images
Í síðustu viku var greint frá því að Benjamin Mendy, bakvörður Manchester City, hefði verið ákærður af lögreglunni fyrir nauðganir og kynferðislegt ofbeldi. Um er að ræða fjórar mismunandi ákærur um nauðgun.

Mendy var sendur í leyfi frá Manchester City eftir að ákæran var birt í síðustu viku.

Daniel Taylor, blaðamaður The Athletic setur spurningamerki við vinnubrögð City í þessu máli. Mendy var handtekinn fyrst fyrir níu mánuðum að sögn Taylor en City ákvað að leyfa honum að halda áfram að spila þrátt fyrir að lögreglurannsókn væri í gangi.

„Það kemur vissulega á óvart að samtök af þessari stærð (þar sem kvennaliðið starfar undir sama hatti) hafi talið það rétta ákvörðun miðað við alvarleikann á meintu broti," skrifar Taylor.

Taylor bendir á að Everton hafi sett Gylfa Þór Sigurðsson í leyfi. Hans mál er í rannsókn eftir að hann var handtekinn í júlí grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann hefur ekkert verið með félagsliði sínu Everton.

„Everton ákvað að ásakanirnar væru svo alvarlegar að félagið yrði að bregðast við, og þú myndir væntanlega búast við því að þinn eigin vinnustaður myndi gera nákvæmlega það sama. Það kom bara í ljós að City hafði aðra skoðun þegar kom að ásökunum um nauðganir á hendur leikmannsins sem þeir keyptu fyrir 52 milljónir punda frá Mónakó árið 2017. Það er erfitt að skilja þetta og rökstyðja," skrifar Taylor.

Mendy, sem er 27 ára, lék gegn Tottenham í fyrsta leik tímabilsins en var ónotaður varamaður gegn Norwich í annarri umferð.

Mendy neitar sök í málinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner