mán 30. ágúst 2021 09:59
Elvar Geir Magnússon
Erlendir fjölmiðlar fjalla um að KSÍ tók Kolbein úr landsliðinu
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn KSÍ ákvað í gær að taka Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki.

Arnar Þór Viðarsson kallaði Viðar Örn Kjartansson inn í hópinn í hans stað.

Mikil umræðu hefur verið um ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanna.

Uppfært: Vísir greinir frá því Kolbeinn sé leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017,

Hollenskir fjölmiðlar hafa fjallað um þá ákvörðun KSÍ að taka Kolbein úr landsliðshópnum og þá eru sænskir fjölmiðlar einnig að vinna í málinu samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net. Kolbeinn leikur fyrir Gautaborg í Svíþjóð.

Kolbeinn, sem er 31 árs, er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins ásam Eiði Smára Guðjohnsen. Báðir hafa þeir skorað 26 mörk.

Íslenska liðið kemur saman í dag til að hefja sinn undirbúning fyrir mikilvæga leiki í undankeppni HM 2022. Ísland er að fara að mæta Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi á Laugardalsvelli. Á fimmtudag er leikið gegn Rúmenum.

Auk Kolbeins þá fór Rúnar Már Sigurjónsson út úr hópnum en Gísli Eyjólfsson kom inn í hans stað. Rúnar Már dró sig úr hópnum um helgina vegna meiðsla og persónulegra ástæðna samkvæmt tilkynningu KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner