Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. ágúst 2021 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland: Van Dijk er besti varnarmaður í heimi
Mynd: Getty Images
Norski framherjinn Erling Haaland og hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk mætast í undankeppni HM á miðvikudaginn.

Van Dijk er í fyrsta sinn í landsliðinu síðan hann meiddist gegn Everton á síðustu leiktíð.

Það var mikið rætt og ritað fyrir leik Liverpool og Chelsea um helgina hvernig einvígið milli Van Dijk og Lukaku myndi fara. Van Dijk átti mjög góðan leik og Lukaku mistókst að skora.

Nú á miðvikudaginn mætir Van Dijk einum mest spennandi framherja heimsins í dag, Haaland. Hinn norski var í viðtali hjá norska ríkissjónvarpinu þar sem hann hrósaði Van Dijk í hástert.

„Mér finnst hann vera besti varnarmaður í heimi. Það eru margir sem eru sammála mér í því," sagði Haaland.

„Hann er hraður, sterkur og klókur. Það eru þrír mikilvægustu hlutir sem þú verður að hafa. Ég hef spilað tvisvar gegn honum. Ég hef sagt að hann sé sá besti sem ég hef mætt. Hann er góður leikmaður svo við verðum að reyna spila í kringum frá honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner