Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. ágúst 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrósaði Jökli sérstaklega eftir öflugan sigur
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Getty Images
Jökull Andrésson er að fara mjög vel af stað á tímabilinu með Morecambe í ensku C-deildinni. Hann er þar á láni frá Reading.

Jökull átti stórleik á laugardag þegar Morecambe vann heimasigur gegn Sheffield Wednesday, 1-0.

Það var áhorfendamet sett á heimavelli Morecambe og sáu áhorfendur íslenska markvörðinn eiga stórleik.

Ryan Delaney átti öflugan leik í vörninni hjá Morecambe en eftir leik hrósaði hann íslenska markverðinum sérstaklega. „Mér fannst Jökull stórkostlegur. Hann tók margar fyrirgjafir og tók mikla pressu af okkur."

Morecambe er í 14. sæti með sjö stig eftir fimm leiki. Núna framundan hjá Jökli eru leikir með U21 landsliði Íslands.

Jökull var í viðtali við Fótbolta.net á dögunum en hægt er að lesa það með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner