Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 30. ágúst 2021 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í fyrsta sinn í sögunni: Tottenham á toppnum og Arsenal á botninum
Nuno Espirito Santo, þjálfari Tottenham.
Nuno Espirito Santo, þjálfari Tottenham.
Mynd: EPA
Tottenham er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni eftir þrjá umferðir með fullt hús stiga.

Spurs hefur unnið leiki gegn Manchester City, Úlfunum og Watford í byrjun tímabilsins.

Staðan í deildinni er söguleg því á hinum enda töflunnar er Arsenal, erkifjendur Tottenham.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu efstu deildar á Englandi að Tottenham endar dag á toppnum á meðan erkifjendur þeirra í Arsenal eru á botninum.

Arsenal hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum og eru með markatöluna 0-10 eftir 5-0 tap gegn Manchester City síðastliðinn laugardag.

Fyrir tímabil var tekinn upp hlaðvarpsþáttur hér á Fótbolta.net með stuðningsmönnum frá Arsenal og Tottenham. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.


Enski boltinn - Erkifjendurnir Arsenal og Tottenham
Athugasemdir
banner
banner
banner