mán 30. ágúst 2021 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
James á förum en Amad verður áfram
Amad meiddist og fer ekki til Feyenoord.
Amad meiddist og fer ekki til Feyenoord.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn ungi Amad Diallo verður áfram í herbúðum Manchester United.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, sagði í síðustu viku að Amad væri á förum á láni áður en félagaskiptaglugginn myndi loka. Það var búið að ná samkomulagi við hollenska félagið Feyenoord um lánssamning en nú verður ekkert úr því.

Amad meiddist nefnilega á æfingu og verður frá í um sex vikur. Feyenoord ákvað því að taka hann ekki að þessu sinni.

Daniel James, sem byrjaði fyrir United gegn Úlfunum í gær, gæti hins vegar verið á förum. Tækifæri hans með liðinu munu fara minnkandi við komu Cristiano Ronaldo til United.

Leeds hefur lengi reynt að fá James og hefur lýst yfir áhuga á honum. Önnur félög hafa líka áhuga og er United tilbúið að lána hann eða selja hann að sögn BBC.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner