mán 30. ágúst 2021 10:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool fordæmir hegðun stuðningsmanna aftur
Stuðningsmenn Liverpool.
Stuðningsmenn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur í annað sinn á þessu tímabili fordæmt hegðun stuðningsmanna sinna fyrir fordóma í garð samkynhneigðra.

Stuðningsmenn Liverpool sungu niðrandi söngva um samkynhneigða í leiknum gegn Chelsea síðastliðinn laugardag.

„Liverpool FC er vonsvikið yfir fregnum um að lítill hluti stuðningsmanna okkar hafi heyrst syngja móðgandi lög í leik laugardagsins við Chelsea á Anfield," segir í yfirlýsingu Liverpool.

Í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar heyrðust stuðningsmenn Liverpool syngja hómófóbíska söngva í garð Billy Gilmour, miðjumanns Norwich.

Það eru þrjár umferðir búnar í ensku úrvalsdeildinni og eru áhorfendur komnir aftur á vellina. Svona hegðun er alls ekki boðleg og henni þarf að útrýma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner