Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. ágúst 2021 19:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mbappe með skilaboð: „Ég er rólegur"
Mynd: Getty Images
Sky Sports greindi frá því fyrr í dag að frestur PSG til að svara tilboði Real Madrid í Mbappe væri runninn út og Mbappe yrði því áfram hjá félaginu út þessa leiktíð.

Sky Sports greindi frá því stuttu síðar að það gæti enn verið möguleiki á því að hann færi fyrir lok félagsskiptagluggans á morgun.

Real hefur lagt fram tilboð sem hljóðar upp á 170 milljónir evra plús 10 milljónir evra. Það er talið að PSG sé tilbúið til að samþykkja það tilboð en Real gæti einnig hækkað tilboðið upp í 200 milljónir evra.

Mbappe er núna með franska landsliðinu sem mætir Bosníu, Úkraínu og Finnlandi í undankeppni HM. Það náðist myndband af Mbappe á æfingasvæði landsliðsins, hann var spurður út í stöðu mála og hann svaraði einfaldlega. „Ég hef það fínt, ég er rólegur"
Athugasemdir
banner
banner