Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. ágúst 2021 21:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pepsi Max-deild kvenna: Íris Dögg bjargaði stigi fyrir Þrótt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 1 - 1 Þróttur R.
0-1 Hildur Egilsdóttir ('24 )
0-1 Þórhildur Þórhallsdóttir ('39 , misnotað víti)
1-1 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('51 )

Lestu um leikinn

Fylkir og Þróttur áttust við í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Liðin eru á sitthvorum enda töflunnar en fyrir leikinn var Þróttur í 3. sæti og Fylkir í 9. og næst neðsta sæti deildarinnar.

Hildur Egilsdóttir kom Þrótti yfir á 24. mínútu. Fylkir fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Íris Dögg Gunnarsdóttir í marki Þróttar varði slaka spyrnu Þórhildar Þórhallsdóttur.

Helena Ósk Hálfdánardóttir náði hinsvegar að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat. Íris Una Þórðardóttir leikmaður Fylkis fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að sparka boltanum í skilti í uppbótartíma.

Fylkir er áfram í fallsæti þremur stigum frá öruggu sæti. Þróttur í 3. sæti með 26 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner