Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. ágúst 2021 11:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raggi Sig: Ég elska Hamren
Icelandair
Erik Hamren, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands.
Erik Hamren, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson mætti í Chess After Dark þar sem hann tefldi og svaraði mörgum spurningum.

Hann var meðal annars spurður út í það hvaða þjálfari væri sá besti sem hann hefði verið með á ferlinum. Hann nefndi tvo af fyrrum landsliðsþjálfurum Íslands.

„Þú ert með 'the big boss' Lars Lagerback og svo ertu með 'human being' Erik Hamren," sagði Ragnar sem kunni rosalega vel við Hamren sem manneskju.

„Ég elska Hamren. Hann er æðislegur maður. Þeir eru tvennt ólíkt, stílarnir þeirra. Lars lagði mikla áherslu á að gera ekki mistök og það gaf okkur bestan árangur. Hamren vildi láta okkur dreyma, spila meiri sóknarbolta og þora að gera hlutina. Mér fannst hann svo ótrúlega 'inspiring'."

Ragnar ákvað að hætta í landsliðinu eftir HM 2018 en Hamren náði að sannfæra hann um að koma til baka. „Það var hann að langmestu leyti sem fékk mig til að skipta um skoðun."

Ragnar, sem spilar núna með Fylki, gefur áfram kost á sér í landsliðið en var ekki valinn í síðasta hóp.


Athugasemdir
banner
banner
banner