Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 30. ágúst 2021 08:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reynir Liverpool við Damsgaard? - Real bíður enn eftir svari
Powerade
Mikkel Damsgaard.
Mikkel Damsgaard.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Rondon er mögulega á leið aftur í enska boltann.
Rondon er mögulega á leið aftur í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Það er kominn mánudagur og er um að gera að hefja hann á slúðrinu. Félagaskiptaglugginn lokar á morgun.

Liverpool, Leeds og Aston Villa gætu reynt að fá danska kantmanninn Mikkel Damsgaard (21) frá Sampdoria rétt fyrir gluggalok. Damsgaard sló í gegn á EM í sumar með Danmörku. (La Repubblica)

PSG á enn eftir að svara tilboði Real Madrid í Kylian Mbappe (22). Spænska félagið bíður óþreyjufullt eftir svari. (Marca)

Sevilla mun ekki samþykkja tilboð sem er lægra en 80 milljónir evra í miðvörðinn Jules Kounde (22). Hann er á óskalista Chelsea. (Marca)

Juventus er ekki að reyna að fá Sergio Aguero (33), Eden Hazard (30) eða Pierre-Emerick Aubameyang (32) til að fylla skarð Cristiano Ronaldo sem er farinn til Manchester United. (Fabrizio Romano)

West Ham er nálægt því að kaupa Nikola Vlasic (23) frá CSKA Moskvu fyrir 25 milljónir punda. (Guardian)

Aston Villa er að undirbúa 15 milljón punda tilboð í Curtis Jones (20), miðjumann Liverpool. (Sun)

Tottenham er að reyna að kaupa tvo leikmenn áður en glugginn lokar og er Emerson (22), bakvörður Barcelona, efstur á óskalistanum. (Express)

Everton, Brighton, Leeds og Crystal Palace eru í kapphlaupinu um Daniel James (23), kantmann Manchester United. Hann má fara frá Rauðu djöflunum í ljósi þess að Cristiano Ronaldo er að koma til félagsins. (Star)

Félagaskipti Amad Diallo (19), kantmanns Man Utd til Feyenoord í Hollandi, virðast vera farin út af borðinu eftir að leikmaðurinn meiddist á æfingu. (AD)

Everton er í viðræðum um að fá sóknarmanninn Salomon Rondon (31) frá Dalian Professional í Kína. Rafa Benitez, stjóri Everton, hefur unnið með Rondon áður og þekkir hann vel. (Sky Sports)

Watford er í viðræðum við Birmingham um sölu á fyrirliða sínum, sóknarmanninum Troy Deeney (33). (The Athletic)

Ítalska úrvalsdeildarfélagið Torino er að reyna að fá miðjumanninn Dennis Praet (27) á láni frá Leicester. (Tuttomercatoweb)

Juventus ætlar sér að krækja í miðjumanninn Axel Witsel (32) frá Borussia Dortmund. (Sky Sports)

Juventus gæti líka reynt að fá argentínska sóknarmanninn Mauro Icardi (28) frá Paris Saint-Germain. (Tuttosport)

Bayern München hefur náð samkomulagi um kaup á Marcel Sabitzer (27) frá RB Leipzig fyrir 16 milljónir evra. Julian Nagelsmann, stjóri Bayern, vann með Sabiter hjá Leipzig. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner
banner