Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. ágúst 2021 15:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tottenham býður 30 milljónir evra í Emerson
Emerson í leik með Real Betis á síðasta tímabili.
Emerson í leik með Real Betis á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Tottenham, topplið ensku úrvalsdeildarinnar í augnablikinu, hefur lagt fram 30 milljón evra tilboð í Emerson, bakvörð Barcelona á Spáni.

Frá þessu greinir Sky Sports en beðið er eftir svari frá Barcelona.

Um liðna helgi sagði ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano að Tottenham hefði boðið Serge Aurier í skiptum fyrir Emerson en því hefði verið hafnað.

Tottenham er að vinna í því að fá Emerson, sem er 22 ára gamall, áður en félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld.

Miðvörðurinn Japhet Tanganga hefur spilað í hægri bakverði hjá Tottenham í upphafi tímabils þar sem Aurier er ekki inn í myndinni hjá Nuno Espirito Santo, stjóra liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner