Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 30. ágúst 2022 09:10
Elvar Geir Magnússon
Æfing landsliðsins færð í Miðgarð vegna veðurs
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið er að búa sig undir tvo síðustu leiki sína í undankeppni HM, heimaleik gegn Hvíta-Rússlandi og útileik gegn Hollandi.

Vegna veðurs hefur æfing liðsins í dag, sem átti að vera á Laugardalsvelli, verið færð inn í Miðgarð í Garðabæ.

Íslenska liðið er í mjög góðri stöðu. Liðið situr öðru sæti riðilsins með 15 stig, tveimur stigum á eftir Hollendingum sem eru efstir. Liðið sem endar í toppi riðilsins fer beint á HM og það lið sem endar í 2. sæti fer í umspil um laust sæti á HM.

Leikurinn við Hvíta-Rússlands, sem fram fer á Laugardalsvelli 17:30 á föstudag, er næst síðasti leikur liðsins í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar.

Ljóst er að sigur gegn Hvíta-Rússlandi og jafntefli gegn Hollandi myndi nægja Íslandi til að vinna riðilinn.

Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir verða til viðtals fyrir æfingu dagsins og koma viðtöl við þær síðar í dag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner