Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 30. ágúst 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miðgarður
Allar með á æfingunni í Miðgarði - Engin þeirra tæp
Icelandair
Frá æfingunni í dag.
Frá æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið tók í dag sína fyrstu æfingu eftir að hópurinn kom saman fyrir tvo mikilvæga leiki sem eru framundan.

Vegna veðurs var æfing liðsins í dag, sem átti að vera á Laugardalsvelli, færð inn í Miðgarð í Garðabæ.

Allir leikmenn liðsins voru með á æfingunni. Engin þeirra er tæp fyrir verkefnið eins og er.

Íslenska liðið er í mjög góðri stöðu. Liðið situr öðru sæti riðilsins með 15 stig, tveimur stigum á eftir Hollendingum sem eru efstir. Liðið sem endar í toppi riðilsins fer beint á HM og það lið sem endar í 2. sæti fer í umspil um laust sæti á HM.

Leikurinn við Hvíta-Rússlands, sem fram fer á Laugardalsvelli 17:30 á föstudag, er næst síðasti leikur liðsins í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar.

Ljóst er að sigur gegn Hvíta-Rússlandi og jafntefli gegn Hollandi myndi nægja Íslandi til að vinna riðilinn.
Athugasemdir
banner
banner