banner
   þri 30. ágúst 2022 10:15
Elvar Geir Magnússon
Annar stjóri sem tapaði 9-0 líka rekinn
Jack Ross er fyrrum stjóri Sunderland.
Jack Ross er fyrrum stjóri Sunderland.
Mynd: Getty Images
Jack Ross hefur verið rekinn sem stjóri Dundee United í Skotlandi en liðið tapaði 9-0 gegn Skotlandsmeisturum Celtic á sunnudag. Þetta var aðeins sjöundi leikur hans við stjórnvölinn.

Hann er annar stjórinn sem rekinn er á Bretlandseyjum í dag í kjölfarið á 9-0 tapi en Scott Parker var látinn fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Bournemouth eftir 9-0 tap gegn Liverpool.

Dundee United hefur tapað fimm leikjum í röð en þar á meðal er 7-0 tapleikur gegn AZ Alkmaar í undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Ross var aðeins tíu vikur í starfi en United er tveimur stigum frá neðsta sæti skosku úrvalsdeildarinnar. Félagið er nú í leit að sínum fimmta stjóra á fjórum árum í eigandatíð Bandaríkjamannsins Mark Ogren.


Athugasemdir
banner
banner
banner