Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 30. ágúst 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fabian Ruiz flýgur til Parísar í dag - Keylor Navas til Napoli
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Paris Saint-Germain er búið að ganga frá félagsskiptum spænska miðjumannsins Fabian Ruiz frá Napoli. Hann flýgur til Parísar í dag til að gangast undir læknisskoðun.


Ruiz skrifar undir fimm ára samning við PSG og kostar 23 milljónir evra. Hann átti aðeins eitt ár eftir af samningnum við Napoli og kostar því svona lítinn pening.

Ruiz er 26 ára og búinn að vinna sér inn sæti í landsliði Spánverja. Hann á 166 leiki að baki fyrir Napoli og tekur Tanguy Ndombele sæti hans í leikmannahópnum, á láni frá Tottenham.

Keylor Navas fer í hina áttina og þá er Napoli komið með þrjá góða markmenn í hóp. Alex Meret sem á aðeins eitt ár eftir af samningi og Salvatore Sirigu sem var fenginn á frjálsri sölu í sumar eru hjá félaginu fyrir.

Navas er 35 ára og hefur lengi verið talinn til betri markvarða heims en hann verið óheppinn með að enda í varaskeifu hlutverkum.

Þessi goðsagnakenndi landsliðsmarkvörður Kosta Ríka á yfir 150 leiki að baki fyrir Real Madrid og rúma 100 fyrir PSG en hann vill fá meiri spiltíma.

Óljóst er hvort Napoli sé að kaupa Navas eða fá hann lánaðan.

Athugasemdir
banner
banner
banner