Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. ágúst 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Dalvík/Reynir getur tekið toppsætið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Það er aðeins einn leikur á dagskrá í íslenska boltanum í dag, þegar Dalvík/Reynir heimsækir Kormák/Hvöt í 3. deildinni.


Dalvíkingar eru í öðru sæti með leik til góða á topplið Sindra og geta náð tveggja stiga forystu með sigri.

Það eru aðeins þrjár umferðir eftir af tímabilinu og því myndi sigur hér setja Dalvík/Reyni í bílstjórasætið fyrir lokahnykkinn.

Toppbaráttan er gríðarlega jöfn þar sem þrjú stig skilja fjögur efstu liðin að.

Fallbaráttan er einnig í gangi og eru heimamenn í Kormáki/Hvöt aðeins fjórum stigum frá fallsæti en með tvo leiki til góða.

3. deild karla
17:30 Kormákur/Hvöt-Dalvík/Reynir (Hvammstangavöllur)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner