þri 30. ágúst 2022 16:13
Innkastið
Keflvíkingar sakna Færeyingsins - „Þeir geta varla neitt án hans“
Patrik Johannesen.
Patrik Johannesen.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Það vantar Patrik Johannesen sárlega í Keflavíkurliðið," sagði Elvar Geir Magnússon í nýjasta Innkastinu.

Keflvíkingar eru án sigurs í síðustu þremur leikjum en færeyski sóknarleikmaðurinn, sem er kominn með átta mörk á tímabilnu, hefur vantað. Hann hefur spilað alla sigurleiki Keflavíkur á tímabilinu.

„Ég bjóst ekki við þessu, að Patrik Johannesen yrði eitthvað 'one-man team' þarna í Keflavík. Þeir geta varla neitt án hans. Þá segi ég líka, er ekki allt í lagi að Joey Gibbs mæti til leiks núna þegar Patrik vantar og fari að skora einhver mörk?" segir Tómas Þór Þórðarson í þættinum. „Þetta er skrítið. Maður heldur alltaf að Keflavík sé að fara á eitthvað skrið en svo stoppa þeir alltaf."

„Er Joey Gibbs bara búinn að skora eitt mark? Maður trúir því varla að hann sé ekki búinn að skora meira," segir Benedikt Bóas Hinriksson og Tómas svarar þá:

„Það má ekki gera lítið úr því að Gibbs tekur menn frá og hjálpar Patrik alveg, það er engin spurning. Nú þurfa þeir hinsvegar hjálp frá sínum helsta markahrók síðustu ár en hann er hvergi sjáanlegur."

Keflavík tapaði 0-1 fyrir ÍA á sunnudaginn. Sverrir Örn Einarsson textalýsti leiknum og sagði að framlína Keflavíkur hefði átt mjög slæman dag.

„Virðist fyrirmunað að skora og eru í basli við að koma sér í færi líka. Patrik er vissulega mikilvægur liðinu en ef liðið getur ekki skorað án hans er illt í efni," skrifaði Sverrir. Keflavík er í áttunda sæti Bestu deildarinnar.
Innkastið - Uppgjör á slóðum séra Friðriks
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner