Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 30. ágúst 2022 13:20
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Því nær sem dregur gluggalokum því ólíklegra að við fáum inn nýjan mann
Klukkan tifar. Glugganum verður lokað á fimmtudagskvöld.
Klukkan tifar. Glugganum verður lokað á fimmtudagskvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool mætir Newcastle á Anfield annað kvöld í ensku úrvalsdeildinni og fréttamenn ræddu við Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, í tilefni leiksins.

Félagaskiptaglugganum verður lokað klukkan 22 á fimmtudagskvöld. Fyrst var hann spurður að því hvort félagið væri enn að vinna í því að fá inn miðjumann?

„Já... en því nær sem dregur gluggalokum því ólíklegra verður það að við fáum inn nýjan leikmann. Þannig er það bara. Það eru nokkrir leikmenn sem væru góðir kostir en svo eru þættir eins og samningar og félög sem vilja ekki selja. Það er enn tími til stefnu en þegar glugganum verður lokað verð ég ánægður. Þá getum við hætt að hugsa um þetta og einbeitt okkur að því liði sem við erum með," segir Klopp.

Klopp var spurður út í fréttirnar um Scott Parker sem var rekinn sem stjóri Bournemouth í morgun:

„Þegar maður heyrði þessar fréttir þá minnti það mann á hversu mikilvægt er fyrir félög að vera með rétta eigendur. Þetta snýst ekki um eyðslu, félög eru rekin á ólíkan hátt. Það eru ríkisstjórnir sem eiga fótboltafélög og enn eru ekki reglur sem hindra þær í að gera það sem þær vilja. Svo eru félög sem eru eins og við og félög eins og Bournemouth. Þrjú lið komu upp, Nottingham Forest er að eyða háum fjárhæðum, Fulham er að styrkja sig og Bournemouth hefur ekki gert mikið. Það er erfitt þegar þú ert í úrvalsdeildinni," segir Klopp.

Um möguleika Newcastle á að komast í topp sex:

„Þeir eru næsta lið til að gera það, ef Eddie Howe fær tíma. Ég veit ekki hvort hann þurfi annan félagaskiptaglugga en þeir munu örugglega komast þangað. Þannig er heimurinn sem við lifum í. Newcastle er frábært félag sem naut velgengni áður. Þeir eru með allt til alls til að komast í topp sex."

Á fréttamannafundinum upplýsti Klopp það að Diogo Jota muni á fimmtudag snúa aftur til æfinga eftir meiðsli, það eru einhverjir dagar í viðbót í að Thiago Alcantara snúi aftur til æfinga.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner