Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 30. ágúst 2022 10:33
Elvar Geir Magnússon
Krafth frá í marga mánuði - Saint-Maximin ekki með gegn Liverpool?
Emil Krafth fór af velli á börum í deildabikarleik gegn Tranmere Rovers.
Emil Krafth fór af velli á börum í deildabikarleik gegn Tranmere Rovers.
Mynd: Getty Images
Allan Saint-Maximin.
Allan Saint-Maximin.
Mynd: Getty Images
Liverpool mætir Newcastle á Anfield annað kvöld í ensku úrvalsdeildinni og Eddie Howe, stjóri Newcastle, fór yfir stöðu mála í sínum leikmannahópi á fréttamannafundi í morgun.

Þar ræddi hann meðal annars um meiðsli sænska bakvarðarins Emil Krafth en hann skaddaði liðbönd í hné og verður lengi frá.

„Hann hefur enn ekki farið í aðgerð svo það er erfitt að setja ákveðinn tímaramma. Þetta verða sex til níu mánuðir. Hann verður lengi frá og það er mikið högg fyrir okkur," segir Howe.

Hinn stórskemmtilegi Allan Saint-Maximin skoraði frábært mark í jafntefli gegn Wolves um helgina en útlit er fyrir að hann verði ekki með gegn Liverpool.

„Það er áhyggjuefni varðadni Allan Saint-Maximin, hann er glíma við meiðsli aftan í læri. Hann meiddist seint í leiknum gegn Úlfunum þegar hann var að spretta til baka til að verjast," segir Howe.

Kieran Trippier ætti að geta spilað á morgun en leikurinn kemur væntanlega of snemma fyrir miðjumanninn Bruno Guimaraes sem ekki gat tekið þátt í leiknum gegn Úlfunum.

„Hann er á góðum batavegi. Ég veit ekki með þennan leik en vonandi er mjög stutt í hann. Hann er búinn að takast á við þetta af jákvæðni og getur ekki beðið eftir því að snúa aftur. Hann er okkur mikilvægur og vonandi kemur hann sem fyrst aftur."

Svínn Alexander Isak kom frá Real Sociedad en beðið er eftir keppnisleyfi fyrir sænska sóknarleikmanninn.

„Ég vona það innilega að hann verði löglegur gegn Liverpool. Það væri frábært ef hann gæti tekið þátt. Þetta er í höndum annarra en vonandi verður þetta klárað fyrir leik. Hann verður að vera kominn með leyfi 75 mínútum fyrir leik svo þetta gæti orðið tæpt. Hann hefur litið vel út á æfingasvæðinu, það er spennandi að fá hann," segir Eddie Howe.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner