Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. ágúst 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool orðað við Caicedo - Potter vonar það besta
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Graham Potter, knattspyrnustjóri Brighton, segir það ekki koma sér á óvart að stærstu lið Englands séu orðuð við miðjumanninn Moises Caicedo sem hefur verið öflugur á upphafi tímabils.


Caicedo hefur verið orðaður við Manchester United og Arsenal í sumar en nýlega virðist Liverpool líklegt til að reiða fram tilboð. Jürgen Klopp viðurkenndi á dögunum að Liverpool vanti miðjumann og gæti Caicedo verið fullkominn fyrir liðið.

Hann verður 21 árs í nóvember og hefur spilað 23 leiki fyrir A-landslið Ekvador.

„Það kemur ekki á óvart að bestu lið Englands séu að fylgjast með honum því hann er að spila virkilega vel. Þetta er frábær strákur, hann er ungur, góð manneskja og að standa sig vel í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur alla burði til þess að verða meðal bestu miðjumanna heims," sagði Potter á fréttamannafundi í gær fyrir leikinn gegn Fulham í kvöld.

Félagsskiptaglugginn lokar ekki fyrr en á fimmtudagskvöldið og hafa áhugasöm félög því rétt rúma tvo sólarhringa til að ganga frá skiptum.

Brighton keypti Caicedo fyrir einu og hálfu ári fyrir tæpar 5 milljónir punda en félagið er ekki að fara að selja hann fyrir minna en 40 eða 50 milljónir.

„Við viljum ekki selja hann og ég býst alls ekki við því að hann verði seldur fyrir gluggalok. En þetta er fótbolti og maður veit aldrei hvað gerist, þannig er það bara. Við vonum það besta."


Athugasemdir
banner
banner
banner