þri 30. ágúst 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Nýju leikmennirnir á æfingunni - Þrjár breytingar frá EM
Icelandair
Ásdís Karen og Hlín.
Ásdís Karen og Hlín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingunni í dag.
Frá æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðshópurinn kom saman í fyrsta sinn síðan á Evrópumótinu í gær.

Það eru þrjár breytingar á hópnum frá EM í sumar.

Valsararnir Arna Sif Ásgrímsdóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir og Hlín Eiríksdóttir eru komnar inn í hópinn. Hlín er reyndar ekki leikmaður Vals núna - hún leikur með Piteå í Svíþjóð - en hún er uppalin á Hlíðarenda.

Þær koma inn í hópinn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem eru meiddar og Hallberu Guðný Gísladóttur sem er hætt í fótbolta.

Þær hafa allar leikið A-landsleik áður en eru að koma nýjar inn í hópinn fyrir þetta verkefni.

Nýju leikmennirnir voru mættar á æfingu í Miðgarði í dag, en allir leikmenn liðsins voru með á æfingunni. Hafliði Breiðfjörð tók myndir sem fylgja með þessari frétt.

Tveir mikilvægir leikir framundan
Framundan eru tveir mikilvægir leikir hjá íslenska liðinu gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í undankeppni HM.

Íslenska liðið er í mjög góðri stöðu. Liðið situr öðru sæti riðilsins með 15 stig, tveimur stigum á eftir Hollendingum sem eru efstir. Liðið sem endar í toppi riðilsins fer beint á HM og það lið sem endar í 2. sæti fer í umspil um laust sæti á HM.

Leikurinn við Hvíta-Rússlands, sem fram fer á Laugardalsvelli 17:30 á föstudag, er næst síðasti leikur liðsins í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar.

Ljóst er að sigur gegn Hvíta-Rússlandi og jafntefli gegn Hollandi myndi nægja Íslandi til að vinna riðilinn.
Arna mætt aftur: Átta mig alveg á stöðunni sem ég er í
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner