Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. ágúst 2022 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Of seint að selja Gordon núna
Mynd: Getty Images

Anthony Gordon leikmaður Everton hefur verið orðaður við Chelsea undanfarið en Frank Lampard stjóri Everton segir að hann muni vera áfram hjá félaginu.


Gordon skoraði mark Everton í 1-1 jafntefli gegn Leeds í kvöld 

„Ég er mjög bjartsýnn að hann verði hjá okkur. Fresturinn til að ákveða að selja hann er liðinn. Hann er of mikilvægur, hann hefur sýnt það. Það myndi ekki gera okkur gott að missa hann núna," sagði Lampard eftir leikinn í kvöld.

Gordon spilar sem kanntmaður en liðið er ekki með eiginlegan framherja þessa stundina þar sem Dominic Calvert-Lewin er meiddur og Neal Maupay sem gekk til liðs við félagið á dögunum var ekki löglegur í kvöld.

Hann verður þó klár í slaginn fyrir næsta leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner