þri 30. ágúst 2022 10:10
Elvar Geir Magnússon
Richards: Parker var of hreinskilinn
Scott Parker.
Scott Parker.
Mynd: Getty Images
Það bárust stórar fréttir úr ensku úrvalsdeildinni í morgun en Scott Parker hefur verið rekinn frá Bournemouth.

Bornemouth er með þrjú stig eftir fjórar umferðir en liðið tapaði 9-0 gegn Liverpool um helgina.

Eftir þann leik talaði Parker um að lið sitt væri ekki nægilega gott fyrir þetta getustig og sagði að það gæti komið fleiri lágpunktar á tímabilinu.

Sparkspekingurinn Micah Richards telur að Parker hafi verið of hreinskilinn og sagt of mikið eftir leik.

„Hann leggur hjarta og sál í starfið. Hann er frábær náungi og getur verið mjög tilfinninganæmur á köflum," segir Richards.

„Í þessu viðtali var hann aðeins of hreinskilinn. Hann sagði það bara hreint út við leikmenn sína að hann teldi þá ekki nægilega góða. Ef ég myndi heyra þetta frá stjóranum mínum þá færi ég sjálfur að íhuga hvort ég væri nægilega góður. Þetta býr til efasemdir hjá mönnum."

„Þeir eru að spila í ensku úrvalsdeildinni og það á að vera að tala um hversu góðir þeir eru, jafnvel þó það þurfi að ljúga aðeins til að byggja upp sjálfstraust."

Gæti Parker hafa verið að senda skilaboð til stjórnar félagsins nú þegar glugganum er að loka?

„Það er þá of seint. Það er ekki hægt að fá leikmennina sem þeir vilja á þessum tíma. Nema þá að borga of háar upphæðir. Ég tel að það sé bara of seint," segir Richards.

Veðbankar telja að Sean Dyche, fyrrum stjóri Burnley, sé líklegastur til að taka við Bournemouth.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner