þri 30. ágúst 2022 10:41
Elvar Geir Magnússon
Romero formlega í eigu Tottenham
Cristian Romero.
Cristian Romero.
Mynd: Getty Images
Tottenham tilkynnti í morgun að varnarmaðurinn Cristian Romero væri nú formlega í eigu félagsins og hefði skrifað undir samning til 2027.

Argentínumaðurinn kom upphaflega á láni frá Atalanta fyrir ári síðan en Tottenham var með klásúlu um að geta keypt hann alfarið fyrir 42,5 milljónir punda.

Það var alltaf gert ráð fyrir því að Spurs myndi nýta sér þá klásúlu og nú hefur það verið staðfest.

Romero var valinn besti varnarmaður ítölsku A-deildarinnar þegar hann lék með Atalanta. Hann er öflugur varnarmaður sem er öruggur með boltann.

Hann hefur leikið ellefu landsleiki fyrir Argentínu.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner