Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. ágúst 2022 16:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Stóran eða stærstan þátt? - Leiðin að fjórða Evrópusætinu
Evrópusigri gegn Lech Poznan í sumar fagnað.
Evrópusigri gegn Lech Poznan í sumar fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar unnu sigur gegn Austria Vín síðasta sumar.
Blikar unnu sigur gegn Austria Vín síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
Bikarleikur á morgun.
Bikarleikur á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag tilkynnti Víkingur um nýjan samning við þjálfara meistaraflokks karla. Arnar Gunnlaugsson er nú samningsbudninn Víkingum út tímabilið 2025. Í tilkynningu félagsins er m.a. fjallað um bætta umgjörð Víkings og árangur Arnars sem þjálfara félagsins.

„Undir hans stjórn náði félagið að komast í þriðju umferð Evrópukeppninnar þar sem liðið átti stærstan þátt í að tryggja Íslandi fjórða evrópusætið að ári með mjög góðum úrslitum á móti sterkum andstæðingum," segir m.a. í tilkynningunni. Fréttaritari feitletraði tvö orð sem vert að rýna aðeins í.

Ísland missti eftir tímabilið 2020 fjórða Evrópusætið og tók það gildi tímabilið 2021/22. Ekki tókst að endurheimta fjórða sætið í fyrra og því verða aftur einungis þrjú íslensk lið í Evrópukeppnum á næsta tímabili. Góður árangur íslenskra liða í ár tryggði hins vegar fjórða sætið fyrir tímabilið 2024-25.

Á Víkingur stærsta þáttinn í því að fjögur íslensk lið verða í Evrópukeppni 2024-25? Þeir vissulega fengu flest stig í ár sem hjálpa til við að ná í fjórða Evrópusætið. Þau stig eiga stóran þátt í að ná fjórða sætinu til baka. En á Víkingsliðið undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar stærsta þáttinn? Ef horft er í heildarmyndina, síðustu fimm tímabil sem gilda í útreikningum, þá má sjá hversu mörg stig hvert íslenskt félag hefur náð í.

Eitt stig færst fyrir sigurleik, hálft stig fyrir jafntefli og núll stig fyrir tap.

Fyrsta tímabilið sem gildir í útreikningunum er tímabilið 2018-19. Þá voru Valur (3), FH (2), Stjarnan (2) og ÍBV (0) í Evrópukeppni. Tímabilið 2019-20 voru Stjarnan (1), Breiðablik (0,5), KR (0,5) og Valur (0.5) í Evrópu. Tímabilið 2020-21* voru KR (1), Víkingur (0,5), Breiðablik (0,5) og FH (0,5) og tímabilið 2021-22 voru Breiðablik (3,5), FH (0,5), Stjarnan (0,5) og Valur (0).

Þetta sumarið, Evróputímabilið 2022-23, voru Víkingur (5), Breiðablik (3) og KR (1) í Evrópukeppnum.

Samanlagður fjöldi stiga í Evrópu síðustu fimm tímabil:
Breiðablik 7,5 stig
Víkingur 5,5 stig
FH 4,5 stig
Valur 3,5 stig
Stjarnan 2,5 stig
KR 2,5 stig
ÍBV 0 stig

Breiðablik hefur sótt flest stig á þessum fimm tímabilum og á því stærstan þátt í því að keppt verður um fjögur Evrópusæti næsta sumar.

Liðið sem sótti flest stig í ár og liðið sem hefur náð í flest stig síðustu fimm ár mætast annað kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Þau börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili og mögulega eru Víkingar eitthvað aðeins að kynda upp í rígnum með sínu orðavali.

*Tímabilið 2020-21 fengu öll liðin 0,5 stig þar sem það var Covid ár og einungis einn leikur leikinn í hverri umferð. Ekkert íslenskt lið vann Evrópuleik það tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner