þri 30. ágúst 2022 21:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tuchel: Þarf ekki mikið til að vinna okkur
Mynd: EPA
Chelsea tapaði gegn Southampton í kvöld en eftir að hafa komist í 1-0 forystu með marki Raheem Sterling vann Southampton 2-1 að lokum.

Thomas Tuchel stjóri Chelsea var að vonum svekktur eftir leikinn.

„Við höfum byrjað vel nánast í öllum leikjunum en við erum í vandræðum með að halda einbeitingu. Við finnum engin svör til að koma til baka ef hlutirnir ganga ekki eins og við viljum. Þetta byrjaði vel í dag en svo vorum við í vandræðum eftir að þeir jöfnuðu," sagði Tuchel.

„Ég þoli ekki að tapa, þetta er í annað sinn á þessari leiktíð, það þarf ekki mikið til að vinna okkur og ég kann ekki að meta það."

Chelsea er með sjö stig eftir fimm leiki en liðið fær West Ham í heimsókn sem vann sinn fyrsta sigur um helgina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner