Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 30. ágúst 2022 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonaðist eftir mikilli stemningu og að fólk myndi koma, en svo var ekki
Fullt af miðum til á leikinn á föstudaginn
Icelandair
Frá æfingunni í dag.
Frá æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna með bikarmeistaratitilinn.
Arna með bikarmeistaratitilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudaginn spilar íslenska kvennalandsliðið gríðarlega mikilvægan leik gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM.

Þetta er eini leikurinn sem stelpurnar spila hér heima á þessu ári, allavega eins og staðan er núna. Því er um að gera að fara á völlinn og styðja við bakið á stelpunum.

Samkvæmt upplýsingum sem Fótbolti.net hefur fengið þá eru um 2000 miðar farnir úr kerfinu hjá KSÍ fyrir þennan leik. Það talsvert mikið magn af miðum enn til.

Hægt er að kaupa miða á leikinn á tix.is með því að smella hérna. Stelpurnar eiga svo sannarlega stuðninginn skilið.

Önnur lönd að taka fram úr okkur
Það eru tveir mikilvægir leikir framundan hjá landsliðinu þar sem liðið er með örlögin í sínum höndum varðandi það að komast á HM í fyrsta sinn.

Liðið spilar við Hvíta-Rússland á föstudaginn og mætir svo Hollandi í næstu viku í það sem verður væntanlega hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. Þar kemur jafntefli til með að duga Íslandi á HM í fyrsta sinn - ef við vinnum Hvíta-Rússland fyrst.

„Mér líst mjög vel á þessa tvo leiki. Ég átta mig á stöðunni sem við erum í og það er gríðarlega mikilvægt að byrja á því að taka sigur á föstudaginn, að við förum í góðri stöðu út til Hollands. Sá leikur er gríðarlega mikilvægur. Þetta er stórt verkefni en mjög gaman að fá að taka þátt í því," segir Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður liðsins.

Kvennaboltinn hefur verið að vaxa mikið síðustu ár og áhorfendmet sett víða um EM. Áhuginn á Evrópumótinu í sumar var gríðarlegur og mættu til að mynda um 87 þúsund manns á úrslitaleikinn á Wembley.

„Það er gríðarlega mikilvægt að við fáum fólk á völlinn. Manni finnst öll lönd vera að taka við sér þegar kemur að áhorfi á kvennaboltanum," segir Arna Sif, en hún var mjög svekkt með mætinguna á bikarúrslitaleikinn síðasta laugardag.

„Við erum að sjá met slegin út um allan heim, en maður var frekar svekktur með mætinguna á til dæmis bikarúrslitaleikinn. Maður var að vonast til að það yrði meiri stemning og að fólk myndi koma, en svo var ekki. Önnur lönd - finnst manni - eru að taka fram úr okkur og við verðum að fara að gefa í þarna og taka þátt í þessari þróun sem á sér stað. Ég vona að við sjáum fulla stúku - helst - á föstudaginn," segir miðvörðurinn sem varð bikarmeistari með Val síðasta laugardag.

Landsliðsfyrirliðinn, Sara Björk Gunnarsdóttir, tekur undir með henni. „Ég vona að fólk komi á völlinn og styðji okkur... ég vona að við sjáum allavega eina stúku fulla - það væri alveg geggjað," sagði Sara.

Eins og áður kemur fram er þetta eini heimaleikur kvennalandsliðsins á árinu. Þetta er eina tækifærið til að sjá þær hér á landi á þessu ári. Allir á völlinn klukkan 17:30 á föstudaginn, koma svo!

Leikirnir sem eru framundan:
2. september gegn Hvíta-Rússlandi (Laugardalsvöllur)
6. september gegn Hollandi (Stadion Galgenwaard)

Sjá einnig:
Voða auðvelt að sitja heima í stofu og hafa hátt á samfélagsmiðlum
Sara Björk: Væri alveg geggjað að sjá allavega eina fulla stúku
Arna mætt aftur: Átta mig alveg á stöðunni sem ég er í
Athugasemdir
banner
banner