Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 30. ágúst 2022 09:33
Elvar Geir Magnússon
Willian að snúa aftur í enska boltann
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Willian er að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina en hann er að semja við Fulham. Þessi fyrrum leikmaður Chelsea og Arsenal hefur verið að spila með Corinthians í heimalandinu.

Samingi hans var hinsvegar rift eftir að hann greindi frá því að hann og fjölskylda hans hafi fengið líflátshótanir í gegnum samfélagsmiðla.

Willian er 34 ára og er á leið í læknisskoðun hjá Fulham. Félagaskiptaglugganum verður lokað á fimmtudagskvöld en ef þörf er á þá hefur Fulham lengri tíma til að ganga frá málum þar sem leikmaðurinn er samningslaus.

Willian vann fimm titla með Chelsea, þar á meðal tvo Englandsmeistaratitla, áður en hann fór til Arsenal og gerði þriggja ára samning 2020.

Willian stóð ekki undir væntingum hjá Arsenal og samningi hans var rift eftir eitt ár. Hann hélt þá til Corinthians, hans fyrsta félags.

Willian lék 70 landsleiki fyrir Brasilíu frá 2011-2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner